Sauðárkróksbakarí er staðsett í gamlabænum á Sauðárkróki við Aðalgötuna. Hérna erum við staðsett sjá kort.

 

Við erum með mikið úrval að góðu brauðmeti auk sætabrauðs. Það er til mikið af smurðu, einnig er smurt sérstaklega fyrir viðskipavini ef þess er óskað, einnig erum við með heitarlokur sem við grillum.

 

Við erum með súpu nánast alla daga. Það er nóg sætapláss hjá okkur. Inni erum við með sæti fyrir tæplega 40 manns, eins erum við með flotta aðstöðu úti (en þangað fer fólk vanalega bara þegar það er gott veður).